�?Ef ákveðið verður að halda áfram tjaldstæðarekstri þarna verður að bjóða svæðið út. Gera um það samning til nokkurra ára, þannig að viðkomandi rekstraraðili geti byggt svæðið upp miðað við þær kröfur sem nú eru gerðar til tjaldsvæða. �?að er ekki hlutverk sveitarfélagsins að standa að slíkum rekstri,�? segir Margeir. Hann bendir á að skammt frá Reykholti séu opin tvö tjaldsvæði, við Faxa og í Laugarási.
Oddný Jósepsdóttir, eigandi Bjarnabúðar í Reykholti, segir breytingarnar hafa veruleg áhrif á sumarinnkomuna. �?Tjaldsvæðið hefur oft verið mjög fjölmennt um helgar þannig að við eigum vafalaust eftir að tapa mörg hundruð viðskiptavinum,�? segir Oddný.