Húsnæði Veiðisafnsins hefur nú stækkað um allt að helming og hefur uppstoppuðum dýrum og veiðimunum fjölgað í takt við stækkunina. Meðal nýrra sýningargripa eru tvö uppstoppuð ljón veidd í Suður Afríku af eigendunum sjálfum, líkt og nánast öll önnur dýr á safninu.
�?�?essi ljónaferð var algjör bilun. Páll vildi endilega fella þau með skammbyssu þannig við þurftu að standa í aðeins 30 metra færi við þessar blóðþyrstu kjötætur,�? segir Fríða en í sömu ferð skaut hún einstakan fjallasebrahest af liðlega tvö hundruð metra færi.
Aðsóknin í safnið er gríðarlega góð, segja þau hjónin og nefna sem dæmi að síðustu helgi hafi um 500 manns litið við. �?Við reynum líka að vera sífellt að skipta út sýningargripum þannig að fólk hafi gaman af því að koma aftur,�? útskýrir Fríða.
�?au hjónin segja að eina fyrirhugaða veiðiferðin á næstunni sé á slóðir hreindýra á Austurlandi. Frekari safarí erlendis bíða í bili.