Matreiðslumenn eru þau Berglind Gylfadóttir og Sigurður Sigurðsson, og yfirþjónn er Tony Acosta. Auk veitingahússins eru nokkrir salir til funda- og ráðstefnuhalds á Leirubakka.

Á Leirubakka er einnig rekið hótel, Heklusetur með Heklusýningu, tjaldstæði, hestaleiga, verslun og bensínstöð og áætlunarbílar á leið í Landmannalaugar og að Fjallabaki hafa viðkomu á Leirubakka tvisvar á dag. �?ar eru einnig veittar upplýsingar til ferðamanna um nágrennið, svo sem hvernig best er að ganga á Heklu.