Sleipnir býður börnum á hestbak á svæði félagsins og fornbílasýning verður við leikskólann Álfheima. Eftir hádegi er skrúðganga frá Vallaskóla sem endar með hátíðardagskrá í íþróttahúsi Vallaskóla.

Síðdegis verður krafta- og þrautakeppni við Sundhöll Selfoss þar sem hljómsveitirnar NilFisk og Vein skemmta. Milli kl. 20 og 23 leika hljómsveitirnar Stuðlabandið og Sirkuz í íþróttahúsi Vallaskóla. �?jóðhátíðarnefnd ungmennafélagsins hvetur fólk eindregið til að klæðast þjóðbúningum í tilefni dagsins.