Dagskrá 17. júní

Kl. 10:00 – 12:00

Við slökkvistöðina Austurvegi

Starfsmenn Björgunarfélags Árborgar, Brunavarna, Sjúkraflutninga og Lögreglunnar í Árnessýslu verða með áhugaverða sýningu.

Kl. 10:00 – 12:00

Á svæði hestamannafélagsins

Hestamannafélagið Sleipnir býður börnum á hestbak.

Kl. 10:00 – 11:00

Háskólahátíð í Iðu

Fræðslunet Suðurlands efnir til hátíðarfundar til heiðurs nýbrautskráðum kandídötum sem hafa stundað fjarnám á vegum Fræðslunetsins. Hátíðarræðu flytur Ragnheiður Hergeirsdóttir bæjarstjóri Árborgar. Allir velkomnir.

Kl. 11:00 – 12:00

Hátíðarmessa í Selfosskirkju

Prestur sr. �?lfar Guðmundsson Eyrarbakka.

Kl. 10:00 – 18:00

Fornbílasýning

Bifreiðaklúbbur Suðurlands verður með fornbílasýningu á planinu við leikskólann Álfheima við Sólvelli.

Kl. 12:30 – 15:00

Orkuboltinn við íþróttahús Vallaskóla

Hátíðargestir fá að taka vítaskot í handbolta á vegum Orkunnar og handknattleiksdeildar Umf. Selfoss.

Kl. 13.00 mun Lögreglan í Árnessýslu mæla skothraða þátttakenda á gervigrasvellinum utanhúss.

Vegleg verðlaun, Orkan gefur frelsiskort með 10.000 kr. inneign fyrir 1. sæti og 5.000 kr. fyrir 2. sæti. Einnig mun Orkan skora á nokkur fyrirtæki í vítakeppni.

Kl. 13:00

Flugvöllur – útsýnisflug

Flugklúbbur Selfoss verður með útsýnisflug frá kl. 13:00 ef veður leyfir.

Kl. 12:00 – 15:00

Plan aftan við Ráðhúsið

Mótorhjólafólk úr Postulunum ekur með börnin í boði Vélamiðstöðvarinnar og Íslenska gámafélagsins.

Kl. 12:00 – 16:00

Anddyri Vallaskóla

Sýning á yfir 100 smábílum og ýmsum tækjum.



Kl. 13:00 – 13:30

Íþróttahús Vallaskóla

Trúðarnir Búri og Bína skemmta börnunum og hita upp fyrir skrúðgöngu. Andlitsmálun á vegum fimleika-deildar Umf. Selfoss, götuleikhús, kassaklifur og hoppu-kastalar.

Kl. 13:30 – 14:00

Skrúðganga frá Vallaskóla

Skátar og hestamenn fara fyrir göngunni. Lúðrasveit Selfoss leikur undir. Skrúðgangan hefst við íþróttahúsið. Gengið verður Bankaveg, Austurveg, Rauðholt, Engja-veg, Reynivelli og Sólvelli að íþróttahúsinu.

Kl. 14:00 – 18:00

Hátíðarsamkoma í íþróttahúsi Vallaskóla

Setning, fánahylling, Lúðrasveit Selfoss leikur, ávarp fjallkonu, ávarp Ragnheiðar Hergeirsdóttur, bæjarstjóra Árborgar, Sigrún Vala syngur, Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra flytur hátíðarræðu, Jórukórinn syngur undir stjórn Hlínar Pétursdóttur, tískusýningar og hljóm-sveitirnar NilFisk og Vein.

Kl. 17:30 syngja Gulli og Halla nokkur lög úr söngleiknum Abbababb, hoppukastalar o.fl.

Kl. 16:00 – 18:00

Við Sundhöll Selfoss

Krafta- og þrautakeppni sunddeildar Umf. Selfoss fyrir stelpur og stráka 9-18 ára. Skráning á staðnum (íþrótta-skór og sundföt þarf). Allir geta tekið þátt.

BT-músin veitir verðlaun frá BT fyrir besta árangur í öllum flokkum. Hljómsveitirnar Nilfisk og Vein skemmta sundlaugargestum. Frítt í laugina, útiklefar opnir.

Kl. 15:00 – 17:00

Fjölbrautaskóli Suðurlands

Kaffisala á vegum frjálsíþróttadeildar Umf. Selfoss.

Létt tónlistaratriði verða flutt kl. 15:30.

Kl. 13:15 – 23:00

Selfossbíó

Bíósýningar, miðaverð 450 kr. á allar sýningar.

Kl. 13:15 Fantastic four Kl. 13:15 Spiderman 3

Kl. 15:30 Fantastic four Kl. 16:30 Pirates 3

Kl. 17:45 Fantastic four

Kl. 20:00 Fantastic four Kl. 19:45 Pirates 3

Kl. 22:00 Fantastic four Kl. 23:00 Pirates 3

Kl. 20:00 – 23:00

Tryggvaskáli

Félag harmonikkuunnenda á Selfossi og nágrenni leika fyrir dansi.

Kl. 20:00 – 23:00

Íþróttahús Vallaskóla

Hljómsveitirnar Stuðlabandið og Sirkuz leika.

Sölubás fimleikadeildar

Fimleikadeild Umf. Selfoss verður með sölubás á hátíðar-svæðinu. Í upphafi göngu verða seldir fánar, blöðrur o.fl.

Mætum í þjóðbúningum

Ungmennafélag Selfoss óskar íbúum Árborgar gleði-legrar þjóðhátíðar og þakkar þeim fjölmörgu sem aðstoða við að gera þennan dag eftirminnilegan. Jafnframt óskar félagið eftir góðu samstarfi við bæjarbúa þannig að hátíðarhöldin fari í alla stað vel fram.

Fólk er eindregið hvatt til að mæta í þjóðbúningum

í tilefni dagsins.

(af vef sveitarfélagsins Árborg)