Stúlkurnar sem taka þátt í Sumarstúlkukeppninni eru Tanja Tómasdóttir, Anna Ester �?ttarsdóttir, Andrea Kjartansdóttir, Birgit Rós Becker, Kristín Ella �?marsdóttir, Rakel �?sk Guðmundsdóttir, Erna Sif Sveinsdóttir, �?óra Sif Kristinsdóttir, Brynja �?órðardóttir og Anna María Halldórsdóttir.
�?�?etta eru allt hressar og skemmtilegar stelpur og það verður mikið stuð og hvet ég fólk til að fjölmenna og taka þátt í þessu með okkur,�? segir Hjördís framkvæmdastjóri sem lofar einstæðu kvöldi. �?�?ar verða stelpurnar að sjálfsögðu í aðalhlutverki, í opnunaratriðinu, tískusýningum og í lokaatriðinu þar sem þær verða kynntar hver fyrir sig.
Auk þeirra koma fram fimm ungar stúlkur frá Fimleikafélaginu Rán, dansatriði verður frá Hressó, Sigrún Vala, ung og efnileg stúlka frá Selfossi en ættuð úr Eyjum, syngur nokkur lög og tískusýningar verða frá Axel �? og Flamingó. Auk þess skemmtir kántrísveitin Klaufar og kynnirinn snjalli, Jarl Sigurgeirsson, tekur örugglega upp gítarinn. Rúsínan í pylsuendanum verður svo Pabbinn eini sanni, Bjarni Haukur �?órsson, sem hefur ákveðið að skemmta á Sumarstúlkukeppninni. Nú þegar hefur Pabbinn verið sýndur fyrir rúmlega 12.000 manns í Iðnó. Á eftir verður svo ball með Klaufunum.
Dómnefndina skipa Ester Helga Líneyjardóttir, Súsanna Georgsdóttir, Ragnheiður Vala Arnardóttir, Guðrún Lena Eyjólfsdóttir og Elliði Vignisson. �?au velja sportstúlkuna, Ljósmyndafyrirsætuna og Sumarstúlku Vestmannaeyja 2007. Stúlkurnar velja sjálfar skemmtilegustu stúlkuna.
Um hárgreiðslu sér Margrét Ríkharðsdóttir og Steinunn Ásta Hermannsdóttir Snyrtihofinu sér um förðun.