Leikurinn fór frekar rólega af stað en fyrsta markið kom á 21. mínútu og það skoraði Anton eftir góða fyrirgjöf frá hægri. Anton kom aðvífandi á fjærstöng og skallaði boltann snyrtilega í boga yfir markvörð Stjörnunnar, vel gert og Eyjamenn komnir í 1:0. Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik, bæði lið fengu færi en staðan 1:0 þegar þau gengu til búningsherbergja.
Atli Heimisson átti svo tilþrif leiksins þegar hann hreinlega lék sér að fjórum varnarmönnum Stjörnunnar á 50. mínútu og átti svo hnitmiðað skot sem hafnaði í stönginni, sannarlega óheppinn að skora ekki. Aðeins fjórum mínútum síðar kom annað mark leiksins. Eyjamenn fengu hornspyrnu sem Stjörnumenn hreinsuðu burt en beint á Pétur Runólfsson sem tók boltann á kassann og þrumaði honum svo í markið, stórglæsilegt mark.
Eftir þetta lögðu Eyjamenn áherslu á að gefa ekki færi á sér og fá ekki á sig mark og það gekk ágætlega, Stjarnan skapaði sér fá veruleg marktækifæri. Eyjamenn beittu svo stórhættulegum skyndisóknum sem báru árangur í uppbótartíma en þá fékk Anton stungusendingu inn fyrir vörn gestanna, þar hljóp hann af sér einn varnarmann Stjörnunnar og lagði boltann svo í netið. Vel útfærð skyndisókn hjá ÍBV og lokatölur 3:0.
�?�?etta var bara ótrúlega skemmtilegt. Við lögðum upp með að liggja til baka og sækja svo hratt á þá og það gekk fullkomlega upp,�? sagði Anton Bjarnason, maður leiksins.
En ertu búinn að bíða eftir tækfæri til að sýna þig?
�?Ekkert frekar. Við spiluðum bara vel í kvöld og það var gaman að skora tvö mörk en þetta var sigur okkar allra. Við þurfum bara að taka hvern leik fyrir sig, það er leikur á föstudaginn og svo aftur á mánudaginn og við ætlum að vinna þá,�? sagði Anton.
Eins og áður sagði léku Eyjamenn vel í kvöld og allt annað að sjá til liðsins í kvöld og gegn KA á laugardag. Anton Bjarnason kom virkilega sterkur inn í byrjunarliðið og var síógnandi á vinstri kantinum. �?á sást til gamalkunnra takta hjá Yngva Borgþórssyni á miðjunni en í raun spiluðu allir vel hjá ÍBV. Ennfremur hélt ÍBV markinu hreinu fimmta leikinn í röð sem er ekki lítið afrek, auk þess að vera búnir að finna netmöskvana.
ÍBV spilaði 4-5-1
Hrafn Davíðsson, �?órarinn Ingi Valdimarsson, Bjarni Hólm �?lafsson, Páll Hjarðar, Pétur Runólfsson, Anton Bjarnason, Yngvi Borgþórsson, Andri �?lafsson, Jonah D. Long, Bjarni Rúnar Einarsson, Atli Heimisson.
Mörk ÍBV: Anton Bjarnason (2), Pétur Runólfsson.