Að undanförnu hafa borist kvartanir íbúa Hveragerðis um akstur ungra drengja á bifhjólum og torfæruhjólum um götur og tún Hveragerðis. Um er að ræða ógætilegan akstur og hefur lögreglan haft afskipti af nokkrum ökumönnum. Lögreglan vill beina því til foreldra og forráðamanna að koma því til leiðar að ungmenni þeirra sem hafa ökuréttindi séu til fyrirmyndar í umferðinni.