Starfsmenn Hafrannsóknarstofnunar mun rannsaka hvalinn en það er síðan í verksviði Sveitarfélagsins Árborgar að farga honum, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Suðurlands.
Lögreglan vill benda fólki á að fara varlega í grýttri fjörunni á Stokkseyri en hvalurinn liggur á skerjunum um 250 metra frá landi. Eins þarf fólk að fara varlega þegar fellur að en aðfallið getur lokað gönguleiðum í fjörunni á stuttum tíma.