Í desember á síðasta ári braust drengurinn, í félagi við annan mann, inn í Vallaskóla á Selfossi og stal þaðan verðmætum tölvubúnaði. Að því búnu brutust þeir inn í félagsheimilið Selið en flúðu tómhentur eftir að þjófavarnakerfi hússins fór í gang.

�?á var drengurinn skömmu síðar handtekinn með hass í neysluskammti við húsleit á heimili hans.

Fyrir dómi játaði drengurinn öll brotinn skýlaust á sig.

Frá því ofangreind brot voru framinn hélt drengurinn áfram á sömu braut. Á þessu ári var hann meðal annars handtekinn fyrir vopnað rán í verslun í Reykjavík og hrottalega árás á leigubílstjóra.