Lögregla fékk tilkynningu um að kona væri á leið frá fangelsinu á Litla-Hrauni. Konan hafði ætlað að heimsækja fanga en fíkniefnahundur gaf til kynna að hugsanlegt væri að hún hefði fíkniefni meðferðis. Konan neitaði starfsmönnum fangelsisins um að leita á sér og yfirgaf síðan fangelsið.
Lögreglan stöðvaði bíl konunnar og við leit í fannst í bílnum veski innihélt 20 stykki af rítalíntöflum ásamt 2 sprautum og 2 stykkjum af sprautunálum.
Konan sagðist við yfirheyrslu hafa ætlað að færa nafngreindum fanga rítalínið, sprauturnar og nálarnar. En þegar hún kom fyrir dóm við aðalmeðferð málsins neitaði hún sök og sagðist hafa ætlað að heimsækja unnusta sinn í fangelsið. Hún sagðist ekki hafa verið með nein lyf á sér og ekki hafa vitað af veskinu í bílnum en ýmsir félagar hennar hefðu haft bílinn til afnota.
Í dómnum segir, að konan sé ekki ákærð fyrir vörslur á rítalíni eða sprautum, enda sé það ekki refsivert að hafa slíkt undir höndum eitt og sér. �?á hafi hvorki varðstjóri lögreglu sé fangaverðir getað staðfest að konan hefði verið með umrætt veski með sér í fangelsinu.
www.mbl.is greindi frá