Í fyrstu umferð mættu Eyjapeyjar sterkri pólskri sveit og fljótlega var staðan orðin 3:0 en teflt er á fjórum borðum. Svo fór að Pólverjar unnu 4:0. Í næstu umferð gerðu strákarnir svo jafntefli gegn rússneskri sveit 2:2.

Sveit Grunnskóla Vestmannaeyja skipa þeir Alexander Gautason, 13 ára, Bjartur Týr �?lafsson, 13 ára, Kristófer Gautason, 10 ára, Nökkvi Sverrisson, 12 ára, og �?lafur Freyr �?lafsson, 11 ára. Sveitin keppir í flokki 14 ára og yngri en ein önnur íslensk sveit keppir í mótinu, sveit frá Laugalækjaskóla teflir í flokki 16 ára og yngri.

Hægt er að fylgjast með gengi strákanna og hvað á daga þeirra ber á bloggsíðu þeirra, http://sunnar66.blogspot.com/.