�?rátt fyrir það eru aðeins tólf lið sem leika þar því í næstu umferð koma úrvalsdeildarliðin tíu inn í keppnina. �?að verða því aðeins sex lið úr neðri deildunum sem eiga möguleika á að mæta bestu liðum landsins.

Síðan ÍBV og Reynir mættust 18. maí síðastliðinn hefur gengi liðanna verið ólíkt. Í fyrstu umferð komu Reynismenn á óvart og unnu Fjölni og gerðu svo jafntefli gegn ÍBV í Eyjum. En eftir það hefur liðið tapað stórt, m.a. 1:5 á heimavelli gegn �?ór og 5:0 á útivelli gegn Stjörnunni. Í síðustu umferð gerði liðið reyndar jafntefli á Akureyri gegn KA. Liðið situr í 10 og þriðja neðsta sæti 1. deildar. Í bikarkeppninni unnu Sandgerðingar hins vegar Í síðustu umferð bikarkeppninnar vann Reynir 3. deildarlið Gróttu á útivelli 1:2.

ÍBV hefur hins vegar vegnað betur síðan liðin mættust en Reynir Sangerði var síðast allra liða til að skora hjá ÍBV. Síðan þá hefur ÍBV ekki fengið á sig mark í sex leikjum í röð og spurning hvort Sandgerðingar rati enn að netmöskvunum hjá ÍBV. Auk þess eru Eyjamenn farnir að vinna leiki og hafa unnið síðustu fimm leiki í deild og bikar. ÍBV lagði einmitt 2. deildarlið Aftureldingu í síðustu umferð bikarkeppninnar, 1:0 á Hásteinsvellinum sem var fyrsti sigurleikur liðsins í sumar.

Einhver smámeiðsli eru hjá Eyjaliðinu, Yngvi Borgþórsson er t.d. veikur og verður ekki með í kvöld en búist er við því að Ingi Rafn Ingibergsson komi aftur inn í leikmannahópinn eftir meiðsli, eins og Andrew Mwesigwa, sem hefur verið fjarverandi vegna leiks úganska landsliðsins.