Selfosslögregla veitti klukkan fimm í dag bifreið í sandinum vestan við �?seyrarbrú athygli. Í ljós kom að ellefu ára gamall drengur sat undir stýri og ók undir handleiðslu forráðamanns sem sat í farþegasæti. Sá á von á kæru fyrir að leyfa réttindalausum einstaklingi að aka bíl sínum, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.