Ríkisstjórnin samþykkti að verja í þetta 30 milljónum og gert var ráð fyrir að hver ferð kostaði 1,5 til 1,6 milljónir. Samkvæmt samningi Vegagerðar og Eimskips kostar hver ferð Herjólfs 400 þúsund krónur og aukaferð 600 þúsund. Ráðuneytið taldi áætlun sína ríflega með því að veita 30 milljónum í aukaferðirnar. �?að virðist ekki nægja því samkvæmt áreiðanlegum heimildum fer Eimskip fram á 3 milljónir fyrir hverja aukaferð. Eimskipmenn bera fyrir sig aukinn kostnað vegna áhafnar.