Lundinn hefur átt í miklum vandræðum að koma lundapysjunni upp eins og Eyjamönnum er fullljóst, varla sést lundapysja í bænum á hefðbundnum lundapysjutíma. �?ær rannsóknir sem fram hafa farið nú í vor og sumar benda ekki til þess að ástandið farið batnandi. Varp sjófugla er ekki gott. Bjargveiðimannafélag Vestmannaeyja hefur miklar áhyggjur af þeirri stöðu sem upp er komin. Nú styttist í hefðbundið lundaveiðitímabil sem stendur frá 1. Júlí til 15. ágúst. Bjargveiðimannafélag Vestmannaeyja vill beina þeim tilmælum til lundaveiðimanna að fara hægt í sakirnar, láta heilbrigða skynsemi ráð för og láta lundann njóta vafans. Með því náum við Eyjamenn að viðhalda þjóðaríþrótt okkar, úteyjalíf verður áfram við líði og menn geta náð sér í soðið án þess að ganga nærri stofninum.