Betur fór en áhorfðist og er um minniháttar meiðsl að ræða. Tildrögin voru með þeim hætti að ökumaður bifhjólsins sá ekki fjórhjólið fyrir framan sig þar sem ryk á slóðanum hindraði sýn með fyrrgreindum afleiðingum. �?kumaður bifhjólsins reyndist ekki vera með ökuréttindi. �?ann 21. júní var tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir tveggja karlmanna við sumarbústað í Grímsnesi og við nánari athugun kom í ljós að þeir höfðu brotist inn í tvo sumarbústaði í grenndinni. Mennirnir voru handteknir, yfirheyrðir og viðurkenndu þeir innbrotin og málin eru upplýst.