Ottó flutti á Hvolsvöll árið 1947 og býr þar enn í dag. Hann hefur verið að taka myndir frá því á fimmta áratugnum. Fyrstu myndavélina kaupir hann fyrir vélageyma sem hann safnaði að sér þegar hann hóf að keyra fyrir KR. �?að var þýsk kassamyndavél, Vouglander. Á þeim tíma sem hann keyrir um sveitirnar tekur hann fjölda mynda og á árunum 1974-75 tekur hann myndir af öllum bæjum í sýslunni.

Ottó vann allar sínar myndir sjálfur hvort sem það var myndataka eða framköllun. Hann tók jafnframt myndir fyrir þorpsbúa við hvers konar tækifæri eins og fermingar, skólaslit, skemmtanir og passamyndir. Nú eru breyttir tímar og í dag vinnur Ottó allar sínar myndir á tölvu.

Sýningin í Galleríinu er einungis brot af ljósmyndum sem Ottó hefur tekið í gegnum tíðina en hann hefur tekið yfir 1000 ljósmyndir. Jafnframt hefur hann haldið til haga flestum þeim myndavélum og tækjum sem hann hefur notað í gegnum tíðina og verður eitthvað af þeim til sýnis.