�?Árni var boðaður á fund út af húsi sínu í upphafi ferilsins snemma í vor. �?á var honum gerð grein fyrir meginhugmyndum, meðal annars að til stæði að leggja veg í gegnum lóðina. Hann kom þá athugasemdum sínum á framfæri. Árni á hins vegar húsið og byggingarréttinn og það rífur enginn húsið af honum. En til þess að leggja veginn, þá er eignarnám ein af þeim leiðum sem til greina koma,�? segir Ragnheiður Hergeirsdóttir bæjarstjóri.

Jú, þetta rifjar upp fyrir mér að tölvupóstur barst mér úr ráðhúsi Árborgar í vetur, nokkru eftir að oddvita bæjarstjórnar kynntu verðlaunatillöguna 22. febr.sl. �?ar var ég boðaður til fundar í Ráðhúsinu. �?g mætti auðvitað þar á tilsettum tíma, tíu mínútur fyrir ellefu. Bæjarstjóri tók brosandi á móti mér ásamt aðstaðarmanni sínum og var mér boðið inn á viðhafnarstofu bæjarstjórnar til þess að betur færi um mig, en viðhafnarstofan var áður skrifstofa Egils Gr. Thorarensen kaupfélagsstjóra Kaupfélags Árnesinga.

�?ar var rætt við mig af alúð og skilningi, vegna þess að verðlaunatillagan gerði ráð fyrir að vegur yrði lagður þvert í gegnum garðinn hjá mér fyrir framan stofugluggana. Hins vegar minnist ég þess líka og fann að því við þær, að konu minni var ekki boðið. �?ví óskaði ég að færð yrði til bókar, athugasemd mín við boðun fundarins, þar sem mér var boðið, en ekki konu minni því hún býr einnig í húsinu og er jafn sárt um garðinn sinn og mér. �?g hef alltaf verið jafnréttisinni og alla tíð haldið hlut kvenna á lofti og viljað veg þeirra sem mestan, því ekkert starf virði ég meira en húsmóðurstarfið, þó ég sjálfur hafi nú kannski verið ónýtur og hyskinn við innanhúss störf og ekki talinn laginn við bakstur eða bleyuskipti um ævina.

En svo gerist það nokkru síðar að íbúum við Sigtún er boðið til fundar í Ráðhúsið og er þá ný tillaga kynnt , breyting á verðlaunatillögunni þar var vegurinn færður út fyrir garðinn hjá mér og við hjónin vorum ósköp ánægð með það. Og auðvitað teystum við að þetta stæði allt saman. Síðan hefur ekkert verið við mig talað, fyrr en ég heyri bæjarstjóra ræða það í sjónvarpinu að hugsanlega verði garðurinn tekinn eignarnámi undir veg austur á Tryggvagötu. Við trúðum ekki eigin eyrum eftir það sem áður var gengið og finnst þetta fráleitt og munum aldrei verða til viðtals um neitt slíkt.

Mig varðar ekkert um byggingarrétt og miljónagróða fyrir hann, ég vil að húsið Sigtún standi óhreift um ókomna tíð, vitnissburður um stórhug Egils og víðsýni þeirra samvinnumanna á Suðurlandi sem þá voru uppi.

Höfundur er löggiltur fasteigna og skipasali á Selfossi.