�?Vestmannaeyjabær hefur alla tíð lagt áherslu á góða þjónustu við bæjarbúa og telur það hlutverk sitt að haga fjárfestingum sínum í samræmi við það. Í kjölfarið á þessari sölu mun bæjarstjórn leggja áherslu á að greiða niður skuldir bæjarfélagsins og vill horfa til þess að rekstrarforsendur þess til lengri tíma litið verði í kjölfarið sterkari.
Um leið og sala þessi gefur Vestmannaeyjabæ aukin tækifæri til að ráðast í þarfar framkvæmdir sem auka þjónustu við bæjarbúa verður áhersla áfram lögð á hagræðingu og aðhald í rekstri,�? sagði Elliði.
Páll Scheving, oddviti V-listans tók mjög í sama streng. �?�?g er mjög sáttur við þessa niðurstöðu enda finnst mér peningunum betur varið hér innanbæjar en eiga þá í einhverju fyrirtæki. �?etta gjörbreytir stöðu okkur og við horfum fram á bjartari tíð,�? sagði Páll.

Nafnvirðið er 512.756.280 og gengið 7,1 gefur 3,64 milljarða króna.