ÍBV náði ekki að fylgja eftir góðum 10-0 sigri í bikarnum á dögunum en liðið varð að sætta sig við 1-1 jafntefli á Hásteinsvelli gegn Njarðvík í 1. deild karla í kvöld. Atli Heimsson kom Eyjamönnum yfir á 5 mínútu en Njarðvíkingar náðu að jafna metin fyrir hálfleik. Eyjamenn höfðu yfirhöndina í seinni hálfleik en tókst ekki að koma knettinum aftur í netið og urðu því að sætta sig við að tapa tveimur stigum á heimavelli.