Bæjarstjórn Vestmannaeyja var kölluð saman til aukafundar um málið í morgun þar sem samþykkt var með sjö samhljóða atkvæðum að ganga að tilboði GGE. Forráðamenn félagsins voru í Eyjum og skrifað var undir samninginn nú síðdegis.