Landsvirkjun hafði sama rétt og aðrir hagsmunaaðilar til að gera athugasemdir sínar við auglýsta tillögu hreppsnefndar, sem er lýðræðisleg viðurkennd aðferð til mótmæla. Afskipti Landsvirkjunar í framhaldi af samþykkt Flóahrepps, með þeim afleiðingum að skipulagstillögurnar eru nú orðnar tvær, eru í hæsta máta óeðlileg. Gylliboð Landsvirkjunar til hreppsnefndar Flóahrepps um að bæta almannaþjónustu fyrir virkjun er fáheyrð ósvífni af fyrirtæki í eigu ríkisins.
Náttúruverndarsamtök Suðurlands fagna samstöðu íbúa Flóahrepps um verndun �?jórsár og Urriðafoss og hvetja hreppsnefndina til að standa vörð um náttúru svæðisins og hafna gylliboðum Landsvirkjunar. Náttúruperlur Íslands eiga aldrei að vera falar fyrir óafturkræfar framkvæmdir í þágu mengandi starfsemi