ICELANDAIR VOLCANO OPEN
Golfklúbbur Vestmannaeyja / 6. júlí �? 7. júlí 2007
KEPPNISSKILMÁLAR
Leiknir verða tveir 18 holu hringir, föstudaginn 6. júlí og laugardaginn 7. júlí 2007.
Leikið er eftir Stabelford punktakerfi og keppt í tveimur forgj.fl. 0-14.4 og 14.5-28.
Hámarks forgjöf sem veitt í mótinu er karlar 24 og konur 28.
Verðlaun eru veitt fyrir þrjú efstu sætin í hvorum flokki:
1. verðlaun. Farmiði fyrir 2 á Evrópuleiðum ICELANDAIR.
2. verðlaun. Farmiðið fyrir 1 á einhvern af áfangastöðum ICELANDAIR.
3. verðlaun. Farmiðið fyrir 1 á Evrópuleiðum ICELANDAIR.
Verðlaun fyrir lægsta skor án forgjafar. Farmiðið fyrir 1 á Evrópuleiðum ICELANDAIR.
Nándarverðlaun verða veitt á öllum par 3 brautum vallarins á síðari degi.
Auk þess eru sérstök verðlaun fyrir holu í höggi á 17. braut en sá sem það afrek vinnur fær 50 Evrópuferðir frá ICELANDAIR í verðlaun.
Ræst verður út af öllum teigum samtímis báða daganna og verða 1-2 ráshópar á hverjum teig.
Reynt verður að verða við óskum keppenda um ráshópa á fyrri degi en á þeim síðari ráðast ráshópar af skori með forgjöf.
Keppendur skulu staðfesta komu sína á fyrri degi með greiðslu mótsgjalds og einnig skulu þeir mæta í skála á auglýstum tíma þegar ráshópar eru kynntir.
Að öðru leyti er vísað í golfreglur GSÍ.
STAÐARREGLUR
1. Vallarmörk eru hvítar stikur og hvítar línur vallarmegin á malbikuðum vegi hægra megin við 4. 6. og 10. braut, og vinstra megin við 12. og 13. braut. Girðing vinstra megin við 8. braut markar takmörk vallarins og hvítar stikur. Hvítar stikur milli 16. og 18. brautar marka takmörk vallarins þegar 16. braut er leikin annars eru þær óhreyfanlegar hindranir (regla 24-2b).
2. Steinar í glompum eru hreyfanlegar hindranir (regla 24-1).
3. Jarðfastir steinar og berar klappir á snöggslegnu svæði á leið, svo og allir fjarlægðahælar, bekkir, ruslatunnur og vökvunarkerfi eru óhreyfanlegar hindranir (regla 24 �? 2b).
4. Fjarlægðastikur eru óhreyfanlegar hindranir
Víti fyrir brot á staðarreglu: Höggleikur 2 högg.
Kylfingar gangið vel um völlinn. – Lagið bolta- og kylfuför á flötum og brautum.