Hver sá sem veit um kirkjulíkanið er eða getur veitt upplýsingar um hana eru beðnir að setja sig í samband við lögreglu í síma 480 1010 eða íbúa að Kjarrheiði 1. Aðfaranótt fimmtudags var brotist inn í Garðyrkjustöðina Borg í Hveragerði og þaðan stolið skiptimynt um 4000 krónumEngu öðru var stolið og tjón óverulegt þar sem þjófurinn hafði fundið leið inn þar sem gler vantaði í gróðurhús Síðastliðinn föstudag var tilkynnt um innbrot í sumarbústað við Apá í landi Neðra Apavatns. �?aðan var meðal annars stolið ísskáp. �?jófarnir höfðu skilið eftir aftursæti úr VW bifreið, líklega hafa þeir ekki komið skápnum í bílinn öðruvísi, og poka með ýmsum munum sem reyndust vera að hluta úr innbroti í fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. Einnig kom í ljós að þaðan hafði verið stolið VW bifreið. Innbrotið hefur átt sér stað á tímabilinu frá 23. til 29. júní. Upplýsingar um óeðlilegar mannaferðir við sumarbústaði við Apá á þessu tímabili eru vel þegnar sími lögreglu er 480 1010 Bifreið var stolið frá Bjarnabúð í Reykholti eftir hádegi á laugardag Bifreiðin fannst svo á stæði hjá G. Tyrfingssyni á Selfossi á sunnudagskvöld og reyndist óskemmdur. Vitað er að eftir hádegi á laugardag var ungur maður, um 25 ára, að vafra farlaus við Bjarnabúð. Grunur er um að hann hafi tekið bifreiðina.Ekki er vitað hver maður þessi er en ef einhver getur upplýst um það er hann beðinn að lát alögregluna á Selfossi vita.