Á laugardag var tilkynnt um aftanákeyrslu á Fellavegi og tveir farþegar í annarri bifreiðinni fundu til eymsla og leituðu læknis. Tveir voru kærðir fyrir hraðakstur, einn fyrir að virða ekki stöðvunarskyldu og annar fyrir að ökuréttindi hans voru útrunnin. Lögreglunni bárust tilkynningar frá vegfarendum um glæfraakstur ökutækja. Lögreglan óskar eftir að hún sé látin vita ef fólk verður vart við slíkan akstur. �?að á að vera samtaka verkefni allra sem hér vilja vera í öruggu samfélagi að láta lögregluna vita um glæfraakstur á götum bæjarins þannig að hægt verði að stöðva þessa aðila.