�?Sundlaugin er öll hin glæsilegasta með heitum pottum, vaðlaug, sánu og síðast en ekki síst sundlaug með fyrirtaks rennibraut. Laugin er 25 metrar á lengd, sem uppfyllir með öðrum orðum skilyrði keppnislauga,�? segir Kristín.

�?Undanfarnar helgar höfum við alltaf verið að slá hvert aðsóknarmetið á fætur öðru. �?á er mikið fólk úr sumarbústöðum á svæðinu eða af tjaldstæðinu sem er alveg við laugina. Sveitungarnir láta síðan frekar sjá sig á virkum dögum,�? segir sundlaugavörðurinn ennfremur.

Í sumar er opið frá klukkan 10 til 21:30 virka daga en frá klukkan 10 til 19 um helgar.