Ekki þarf annað en fara um bæinn til að sjá undirtóninn í bæjarsálinni. Stóru fiskvinnsluhúsin hafa gengið vel undanfarið og skilað met afkomu, sem endurspeglast í framkvæmdum þeirra og bættri kvótastöðu. Ekki eru svo mörg ár síðan við vorum nærri búin að missa Vinnslustöðina. Nú bítast menn um hana vegna góðrar afkomu. Svo virðist um aðrar útgerðir í Eyjum gangi vel, þótt eflaust sé það misjafnt eins og gengur.

Mjög víða má sjá að einstaklingar eru að bæta, breyta og laga sitt húsnæði. Stórhuga menn á teiknistofu Páls Zóphoníassonar eru að byggja stórhýsi í miðbænum, með íbúðum og verslunum. �?thlutað hefur verið lóðum undir einbýlishús og bygging nokkurra er í farvatninu. Vinnslustöðin er að byggja mikla hráefnistanka, og hyggur á stórbyggingu á Eiðinu undir frystar afurðir. Ísfélagið keypti nýlega Hraðfrystistöð �?órshafnar, með skipum og kvóta og er að byggja við fiskimjölsverksmiðju sína í Eyjum auk þess að auka afköst hennar. Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir við höfnina og standa enn. �?á hefur orðið aukning á fiskveiðiflota Eyjamanna, sem kunnugt er. Ný Vestmannaey VE, nýtt Gullberg VE, endurbættur Guðmundur VE, útgerð Stígandi aftur komin í útgerð eftir að hún keypti Dala-Rafn VE og þá keypti Ísfélagið �?órunni Sveinsdóttur VE, en bæði útgerðir Dala-Rafns og �?órunnar Sveinsdóttur eru að láta byggja fyrir sig ný skip. �?á er stutt í að Bergur-Huginn fái nýtt skip frá Póllandi, sem gefið hefur verið nafnið Bergey VE. Og er þó ekki allt upp talið.

Að öllum líkindum verður innan skamms hafinn undirbúningur að byggingu menningarhúss og knattspyrnuhúss. Og endurbygging skipalyftunnar væntanlega líka. �?á hefst að nýju nám í stýrimannafræðum í Eyjum á hausti komanda með nærri 20 nemendum. Væntanlega tákn um nýja tíma. Ekki má svo gleyma því að nú virðist bæjarstjórn, bæði meirihluti og minnihluti hafa tekið höndum saman um að hafa velferð bæjarfélagsins í öndvegi, en látið af pólitískum illdeilum, sem gerðu bæjarsálinni aðeins illt.

Vissulega eru framundan vandamál eins og alltaf, sem þarf að glíma við, fiskveiðikvótaniðurskurður, samgöngumál, sem við unum illa við og eru enn ekki komin á hreint, vegna þess að við komum okkur ekki saman um lausn. Fleira í þeim dúr. Og menn eiga eftir að takast á og deila. En þau fleygu orð; að í vandamálum dagsins í dag felast tækifæri morgundagsins, er enn sígild. Við Eyjafólk eigum leik á skákborðinu. �?að er undir okkur komið hvernig við leikum.

Nýafstaðið er frábært Shellmót í knattspyrnu, sem bætt hefur í góða ímynd Vestmannaeyja og framundan er goslokahátíðin okkar og svo �?jóðhátíðin. �?g fæ ekki betur séð en að bjartsýni og framsýni sé að taka við í Eyjum.

Gísli Valtýsson