Að sögn formannsins, Emils Sæmundssonar, er fyrirhugað að fara í nokkrar reisur á hverju ári. Nú þegar er búið að fara í eina dagsferð um Mýrdalshrepp og nágrenni en ráðgert er að fara í að minnsta kosti tveggja daga ferð í ágúst. �?Reynt verður að ferðast með þeim sem þekkja vel til og geta upplýst félaganna um sögu þeirra staða sem ferðast er um,�? segir Emil.

Emil segir að hugmyndin að klúbbnum sé komin frá Karli Pálmasyni í Kerlingadal en viðtökurnar hafi verið fram úr björtustu vonum. �?Eiginlega hafa fleiri sótt um aðild en við kærum okkur um, því við viljum halda þessum félagsskap nokkuð lókal.�?