Logi Ólafsson, fyrrum landsliðsþjálfari í knattspyrnu, hefur keypt jörðina Arnarhól í Flóahreppi af Kristni Björnssyni, nautgriparæktanda og fyrrverandi knattspyrnuþjálfara. Kristinn hefur keypt jörð í Meðallandi í Skaftárhreppi. Uppsett verð á Arnarhóli eru 90 milljónir króna en henni fylgir 130 hektara land auk bæjarstæðis.