Örn Davíðsson, Umf. Selfoss, keppti á Heimsleikum barna og unglinga í frjálsum íþróttum sem haldnir voru um síðustu helgi í Gautaborg. Örn náði þeim frábæra árangri að hreppa brons í spjótkasti þegar hann kastaði spjótinu 59,75 m og bætti sinn besta árangur um rúman metra. Örn vantaði örfáa sentimetra uppá að lenda í öðru sæti.