Eitthvað hresstust Eyjapeyjar í seinni hálfleik og náðu að setja pressu á �?róttara og skora hjá þeim laglegt mark sem Atli Heimisson gerði. �?róttarar gáfu þeim síðan rothöggið rétt undir leikslok með fjórða marki sínu.

�?róttarar voru ákveðnari í leik sínum og uppskáru verðskuldaðan sigur, en fullstóran. Sæti í úrvalsdeildinni að ári fjarlægðist ÍBV liðið eftir þennan tapleik. Kannski er það ekki í stakk búið til að fara þangað að sinni. Allavega þarf liðið spila betri fótbolta og gefa meira af sér í leikina en það hefur gert í sumar.