Ekki leið á löngu þar til lögreglumenn hjá LRH stöðvuðu bifreið sem lýsingin átti við. Í bifreiðinni voru tveir menn og hjólin undan Lexusbifreiðinni. Mennirnir voru handteknir.Í framhaldi voru þrír aðrir handteknir sem taldir eru viðriðnir málið. Einn þeirra er eigandi sams konar Lexusbifreiðar og hjólin voru tekin undan á bílasölunni.