Bragi Steingrímsson, skipstjóri á Þrasa VE 20 dró tæplega tvö hundruð kg. lúðu úr hafinu í dag. Bragi kom með aflann að landi nú síðdegis en auk lúðunnar var hann með um 800 kg. af öðrum afla, mest ufsa. Bragi sagði í samtali við www.sudurland.is að erfiðlega hefði gengið að ná lúðunni um borð en hann hafi notið aðstoðar nærstaddra trillusjómanna, sem hefðu hoppað um borð í Þrasa til að aðstoða við glímuna.