Ég vil nú byrja á því að óska okkur Eyjamönnum nær og fjær til hamingju með goslokahátíðina og goslokin.Það er fínt að halda upp á þessi lok með hátíðahöldum.Það ber vissulega að fagna því að á sínum tíma skyldu allir sleppa lifandi frá þeim náttúruhamförum sem okkar litla eyja þurfti að ganga í gegnum. Það ber líka að fagna því að Vestmannaeyjar gátu áfram verið eitt af máttarstólpum þjóðfélagsins.