Að morgni sl. sunnudags var lögreglu tilkynnt um að brotist hafa verið inn í Baldurskróna og var maður handtekin þar inni en hann mun hafa farið þar inn ásamt fleirum og náð í bjór sem þar var geymdur. Ekki liggja fyrir upplýsingar hverjir voru með þessum manni og biður lögreglan þá sem einhverjar upplýsingar hafa um málið að hafa samband.