Stjórn Drífanda stéttarfélags lýsir yfir áhyggjum vegna mikillar kvótaskerðingar á þorski og takmörkunum á loðnuveiðum. Skorar stjórnin á kvótaeigendur í Vestmannaeyjum að sýna samfélagslega ábyrgð og undir þessum kringumstæðum og tryggja næga atvinnu fyrir fiskvinnslufólk í Eyjum á næstu misserum þar sem nægur kvóti er til staðar til þess, þrátt fyrir skerðingar.