Sáning á Landeyjarsandi er hafin vegna fyrirhugaðrar hafnar í Bakkafjöru og sveitarstjórn Rangárþings eystra hefur samþykkt aðalskipulag þar sem gert er ráð fyrir höfninni, veg frá henni og grjótnámi á Seljalandsheiði. Það er í ferli sem væntanlega lýkur áður en framkvæmdir við sjálfa höfnina hefjast sem samkvæmt áætlun verður eftir áramót.