Það er ágætt að hafa góð fyrirheit og boða samgöngubætur vegna niðurskurðar á þorskafla en einhvernveginn er þetta hálfgert yfirklór að mér finnst. Sumt af þessum framkvæmdum hefur í reynd ekkert með niðurskurð þorskafla að gera og maður veltir óneitanlega fyrir sér hvernig þessar framkvæmdir eiga að skila sér til þeirra sem missa tekjur vegna skeringar á þorskveiðum.