Sveitarstjórn Rangárþings ytra tók nýlega fyrir jarðskjálftatjón í húsi á Hellu vegna aldamótaskjálftanna og mun senda málið áfram til Viðlagatryggingar sem metur málið. Að sögn Arnar Þórðarsonar sveitarstjóra geta tjón sem þessi komið fram löngu síðar til dæmis þegar skipt er um rúðu í skjálftahúsi sem til þessa hefur sýnst óskaddað. Þegar nýja rúðan er sett í þolir hún þá ekki vindinginn sem orðið hefur í húsinu eins og gerðist í einu húsi á Hellu nú í sumar.