Í Vestra-Geldingaholti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi hefur Rosemarie Þorleifsdóttir haldið reiðnámskeið fyrir börn og unglinga á hverju sumri síðustu 43 ár. Námskeiðin standa í sex daga, frá mánudegi til laugardags. Í dag lýkur fimmta og síðasta námskeiðinu í sumar en þá koma foreldrar og skyldmenni á sýningu þar sem börnin sýna getu sýna.