Harður árekstur varð á Gjábakkavegi rétt ofan við Laugardalsvelli skömmu eftir klukkan eitt í dag. Fimm erlendir ferðamenn voru í öðrum bílnum og ein íslensk kona í hinum. Hún var flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-GNÁ, á Landspítalann í Fossvogi. Óttast var að konan hefði innvortis blæðingar en að öðru leyti er ekki vitað um ástand hennar.