Í dag eru nákvæmlega 380 ár frá Tyrkjaráninu í Vestmannaeyjum en ræningjarnir tóku land í Vestmannaeyjum mánudaginn 16. júlí 1627. Félag um Tyrkjaránssetur stendur nú fyrir minningardögum um Tyrkjaránið. Í gær var minningarmessa í Landakirkju, Tyrkjaránsganga frá Skansi að Dalabúi þar sem þrælauppboð fór fram.