Um hálf eitt í gær var slökkvilið Stokkseyrar kallað út vegna bruna við Brautartungu á Stokkseyri. Í ljós kom að þar var kviknað í dráttarvél og gekk greiðlega að slökkva eldinn. Engin slys urðu á fólki en dráttarvélin er gjörónýt eftir eldinn.