Tvö umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í vikunni sem leið. Að kvöldi sl. sunnudags lenti bifreið utan vega á Nýjahraunsvegi en ökumaður hennar var að taka framúr bifreið og missti við það stjórn á bifreiðinni sem endaði utan vega. Engin slys urðu á fólki og lítið sem ekkert tjón á bifreiðinni.