Hinn árlegi bryggjudagur handknattleiksdeildar ÍBV verður haldin næstkomandi laugardag 21. júlí n.k. klukkan 13:00. Að vanda er stórgóð dagskrá í boði og veðurspáin lofar góðu.

Handknattleiksdeildin hvetur Vestmannaeyinga og gesti þeirra til að fjölmenna á bryggjuna. Þar verður hægt að kaupa sér fisk á frábæru verði, ýmislegt verður einnig til gamans gert. Götuleikhúsið verður á staðnum, dorgkeppni, og ýmsar óvæntar uppákomur.