ÍBV tapaði mikilvægum leik gegn Fjölni í 1. deildinni í gærkvöldi. Lokatölur urðu 2:1 en sigurmark Fjölnismanna kom í uppbótartíma eða þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. ÍBV hefur gefið full mikið eftir í baráttunni um sæti í úrvalsdeild, liðið er sem fyrr í fimmta sæti en nú sex stigum á eftir Þrótti sem er í þriðja sæti. Þrjú efstu lið 1. deildar fara upp í haust.