Hópur fólks á Selfossi hefur myndað nefnd til þess að halda upp á 60 ára afmæli byggðar á Selfossi, en 1. janúar 1947 var Selfosshreppur hinn forni stofnaður. Ákveðið hefur verið að efna til mikillar hátíðar í haust eina helgina, þar sem 60 ár eru frá stofnun byggðar við Ölfusá.