Á föstudaginn fóru Eykyndilskonur út í Faxasker ásamt félögum úr Björgunarfélagi Vestmannaeyja til þess að koma nýjum búnaði í björgunarskýlið sem þar er. Má þar nefna ullarfatnað, teppi, vatn og matvæli sem öllu er sérstaklega pakkað í lofttæmdar umbúðir, skyndihjálparbúnað, prímus, neyðarblys og allt sem þarf að vera til staðar í neyðarskýli.