Björgunarsveitin Víkverji var kölluð út síðdegis í dag til að sækja mann sem var í sjálfheldu í klettum í Þakgili í Höfðabrekkuafrétt. Hafði maðurinn klifrað upp til að aðstoða börn sín niður úr þessum sömu klettum en þegar hann ætlaði sjálfur niður hrundi aðeins undan fótum hans svo hann taldi vissara að kalla á aðstoð.